Bigos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bigos

Bigos er pólskur réttur sem er kássa; sambland af hvítkáli, sveppum og ýmsu kjöti, t.d. svínakjöti, beikoni og pólskum pylsum. Í dag getur bigos einnig innihaldið fuglakjöt. Undirbúningsferlið tekur tvo til fjóra daga.