Bernd Schneider
Útlit
Bernd Schneider (f. 20. júlí 1964) er þýskur kappakstursmaður sem keppir aðallega í flokki breyttra götubíla. Hann keppti í Formúla 1-keppninni 1988 til 1990. 1992 keppti hann í Þýska götubílakappakstrinum fyrir AMG-Mercedes og varð meistari þar 1995 og síðan aftur 2000, 2001 og 2003.