Fara í innihald

Berkåk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Berkåk
Berkåk stöð

Berkåk er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Rennebu í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 959 íbúar og í sveitarfélaginu 2.443 (2022).  Aðalvegurinn E6 liggur í gegnum Berkåk og járnbrautarlínan Dovrebanen stoppar á Berkåk stöðinni.

Ráðhús Rennebu

Í miðbænum eru ráðhús Rennebu og Rennebuhallen (menningar- og fjölnotasalur)

Birka, sem er landsmiðstöð list- og handíða, er hér með starfsstöðvar.

Á hverju ári í ágúst er Rennebumartnan haldin í Berkåk. Um er að ræða sölusýningu fyrir heimilisbætur og handverk með um 150 sýnendum og 20.000 gestum.