Basse-Terre

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í Basse-Terre

Basse-Terre er höfuðborg frönsku eyjarinnar Guadeloupe sem er hluti af Litlu-Antillaeyjum í Karíbahafi. Borgin er á Basse-Terre-eyju sem er vestari helmingur Guadeloupe. Íbúar Basse-Terre eru um 45 þúsund og þar af búa um tólf þúsund í borginni sjálfri. Basse-Terre er önnur stærsta borg Guadeloupe. Stærsta borgin er Pointe-à-Pitre með um 170 þúsund íbúa (þar af tæplega 20 þúsund í borginni sjálfri).

Borgin var stofnuð árið 1643. Hún var margoft eyðilögð vegna stríða Englendinga og Frakka.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.