Basse-Terre

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dómkirkjan í Basse-Terre

Basse-Terre er höfuðborg frönsku eyjarinnar Guadeloupe sem er hluti af Litlu-Antillaeyjum í Karíbahafi. Borgin er á Basse-Terre-eyju sem er vestari helmingur Guadeloupe. Íbúar Basse-Terre eru um 45 þúsund og þar af búa um tólf þúsund í borginni sjálfri. Basse-Terre er önnur stærsta borg Guadeloupe. Stærsta borgin er Pointe-à-Pitre með um 170 þúsund íbúa (þar af tæplega 20 þúsund í borginni sjálfri).

Borgin var stofnuð árið 1643. Hún var margoft eyðilögð vegna stríða Englendinga og Frakka.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.