Basil Bernstein

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Basil Bernstein (1. nóvember 192424. september 2000) var breskur félagsfræðingur og málfræðingur. Hann er þekktur fyrir kenningar sínar um félagsfræði uppeldis- og kennslu.

Fjölskylda Bernstein var innflytjendur af gyðingættum í Austur-London. Hann var um fertugt þegar hann tók doktorspróf. Bernstein starfaði við Lundúnaháskóla.

Kenningar Basil Bernstein um félagsfræði uppeldis- og kennslu greina það táknkerfi sem stýrir skólastarfi. Hann leiðir rök að því að kennsluhættir byggi á reglum um samskipti og hefðum sem hafa mótast innan stofnana á löngum tíma. Þessar samskiptareglur nefnir hann hina stýrandi (regulative) orðræðu. Lykilhugtök í kenningum hans eru flokkun (classification) og umgerð (framing) þar sem flokkun lýsir uppbyggingu félagslegs rýmis t.d. hvernig námsgreinum er skipt og hvernig fólk er flokkað í nemendur og kennara. Umgerð vísar til þess hvar yfirráðin eru yfir samskiptum, hver stýrir þeim.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Theoretical Studies Towards A Sociology Of Language (1971)
  • Applied Studies Towards A Sociology Of Language (1973)
  • Selection And Control (1974) meðhöfundur Walter Landis
  • Towards A Theory Of Educational Transmissions (1975)
  • The Structuring Of Pedagogic Discourse (1990)
  • Social Class, Language And Communication meðhöfundur Dorothy Henderson
  • Pedagogy, Symbolic Control and Identity (1996 / 2000 önnur útgáfa)

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]