Bandýfélag Kópavogs
Útlit
Bandýfélag Kópavogs er eitt stærsta bandýfélag Íslands, með um 20 skráða meðlimi. Félagið hefur verið til frá haustinu 2003, en var formlega stofnað í mars 2006. Félagið hefur tvisvar orðið Íslandsmeistari í bandý, árin 2008 og 2010. Bandýfélag Kópavogs er eina liðið á Íslandi sem hefur tekið þátt í opinberri keppni erlendis, en það tók þátt í undankeppni Evrópumóts félagsliða í Danmörku í ágúst 2008.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- http://bk.bloggar.is Geymt 5 mars 2017 í Wayback Machine
- http://bkbandy.blog.is
- „Bandýmenn á leið í Evrópukeppni“. Sótt 22. mars 2010.