Fara í innihald

Bananalýðveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bananalýðveldi er nýyrði haft um lýðveldi sem hafa tíð ríkisstjórnarskipti eða þar sem ráðamenn eru spilltir.

Tilkoma nafnsinns[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið er komið til vegna áhrifa bandarískra stórfyrirtækja í stjórnmálum í Hondúras. United Fruit og Standard Fruit stjórnuðu bananaútflutningi landsins en bananar voru helsta útflutningsvaran og því höfðu fyrirtækin mikil áhrif á stjórnmál þar í landi. Síðar borgaði Cuyamel Fruit ótíndum glæpamönnum fyrir að ræna völdum og koma á fót ríkisstjórn sem var hliðholl fyrirtækinu. Orðið var síðar notað yfir lönd í Mið-Ameríku og Karíbahafi þar sem samskonar ástand ríkti. Í dag er hugtakið notað frjálslega um lönd þar sem stjórnmál eru í reiðuleysi.