Fara í innihald

Baldvin Ringsted

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Baldvin Ringsted er íslenskur listamaður fæddur á Akureyri árið 1974, en búsettur og starfandi í Glasgow, Skotlandi. Hann hefur sýnt víða um heim, bæði á samsýningum og einkasýningum. Baldvin sækir efnistök verkanna oftast að einhverju leyti í þekkingu sína og reynslu af tónlist og hljóðfæraleik. Verk hans skoða annars vegar sambandið á milli hljóðs og mynda og hins vegar á milli sögu og strúktúrs.

Listræn menntun Baldvins hófst við FÍH tónlistarskólann í Reykjavík, þar sem hann stúderaði jazz gítarleik og útskrifaðist árið 1997. Hann útskrifaðist frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2004 og lauk mastersnámi (MFA) við Glasgow School of Art árið 2007.

Árið 2006 sendi hann frá sér plötuna Hole and Corner, sem gefin var út undir listamannsnafninu Bela.[1]

„Baldvin Ringsted notar tónlist og tónlistartengingar í verkum sínum. Hann sker spegla og myndir í sundur og raðar saman aftur í nýjan takt.“ [2]

Snarstefjun, annar hluti: Bárujárnsárin er nafn á sýningu sem Baldvin Ringsted hélt í Vestursal Listasafnsins á Akureyri. [3]

  1. „Old rock meets the new on "Hole and Corner". www.billboard.com.
  2. „Áhrifamáttur útnárans“. www.visir.is.
  3. „Greinasafn mbl“. www.mbl.is.
[breyta | breyta frumkóða]