Björgunarsund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Strandverðir æfa björgunarsund í sundlaug.

Björgunarsund er sundaðferð sem er beitt til að bjarga manneskju frá drukknun. Þetta er gert þannig að sú manneskja sem á að bjarga liggur á bakinu og björgunaraðilinn er staðsettur að aftan, eða hálfpartinn undir manneskjunni. Hægt er að nota tvenns konar sundtök við að synda með manneskjuna og í báðum útfærslum er notast við bringusundsfótatök eða troðinn marvaði. Hægt er að halda manneskjunni uppi með báðum höndum á kjálka viðkomandi eða með annari hönd yfir öxlinni og undir brjóst viðkomandi. Svo er synt þannig aftur á bak. Aðferðin er erfið og þreytandi í framkvæmd fyrir óreyndan sundmann og aðgát þarf að hafa ef sundreynslan er lítil. Þá getur viðkomandi lagt sjálfan sig í hættu.

Viðbragðsaðilar, strandverðir og starfsfólk sundlauga æfa reglulega björgunarsund. Sérstök námskeið eru haldin til að skerpa á þekkingu og beitingu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.