Bakarí

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bakarí í Osló, Noregi

Bakarí er búð sem býr til og/eða selur bakkelsi, búið til af bökurum. Það eru til margar mismunandi gerðir af bakaríum. Til eru bakarí sem þjóna aðeins þeim tilgangi að baka bakkelsið sem síðan er selt í verslunum eða í öðrum bakaríum. Til eru bakarí sem búa til sitt eigið bakkelsi og selja á staðnum. Síðan eru til bakarí sem eru einksonar útibú fyrir önnur bakarí. Þau selja bakkelsi en baka ekkert sjálf, slík bakarí eru oft einnig rekin sem kaffihús.