BAFTA

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

The British Academy of Film and Television Arts betur þekkt sem BAFTA (eða Breska Kvikmynda og Sjónvarpsþátta-akademían) er góðgerðarstofnun í Bretlandi sem heldur árlega verðlaunahátíð sem veitir verðlaun fyrir árangur í kvikmyndum, sjónvarpi, teiknimyndum og tölvuleikjum. Akademían var stofnuð árið 1947 af David Lean, Alexander Korda, Carol Reed, Laurence Olivier, Michael Powell, Emeric Pressburger, Roger Manvell og öðrum frægum aðilum í breska kvikmyndaiðnaðinum.[1] Árið 1958 sameinaðist hún Samtökum Sjónvarpsframleiðenda og Leikstjóra. Verðlaunin eru löguð eins og leikhúsgríma sem var hönnuð af bandaríska myndhöggvaranum Mitzi Cunliffe.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Lean's Letter to the Academy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. september 2011. Sótt 16. september 2011.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.