Fara í innihald

Búlgarskt lef

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Búlgarskt lev)
Búlgarskt lef
български лев
20 lefa mynt
LandFáni Búlgaríu Búlgaría
Skiptist í100 stotinka
ISO 4217-kóðiBGN
Skammstöfunлв
Mynt1, 2, 5, 10, 20 & 50 stotinka, 1 lef
Seðlar2, 5, 10, 20, 50 & 100 lef

Búlgarskt lef[1] (búlgarska: български лев) er gjaldmiðill Búlgaríu. Eitt lef skiptist í 100 stotinka. Orðið lef á uppruna sinn í gömlu búlgarsku orði yfir „ljón“. Lefið er tengt við evruna á genginu 1 EUR = 1,95583 BGN.

Búlgaría er skuldbundin því að taka upp evruna á einhverjum tímapunkti, samkvæmt skilyrðum aðildar að Evrópusambandinu. Búlgaría varð aðildaríki Evrópusambandsins árið 2007 og þá var gert ráð fyrir að landið yrði meðlimur evrusvæðisins fyrir árið 2015. Síðar var horfið frá þeim hugmyndum og ákveðið að viðhalda lefinu.

  1. „Íslensk gjaldmiðlaheiti“. Sótt 17. maí 2012.
  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.