Böggvisstaðir
Útlit
Böggvisstaðir | |
---|---|
Land | Ísland |
Sveitarfélag | Dalvíkurbyggð |
Hnit | 65°57′50″N 18°32′50″V / 65.964°N 18.5473°V |
breyta upplýsingum |
Böggvisstaðir er bær í Svarfaðardal skammt frá Dalvík.
Böggvisstaðir eru gömul bújörð og góð. Gott beitarland var í Böggvisstaðafjalli. Jörðin átti land að sjó og við ströndina var ágæt höfn og rekaviðarfjara. Þar myndaðist vísir að þéttbýli í lok 19. aldar sem kallaðist Böggvisstaðasandur en seinna Dalvík. Dalvíkurbær keypti jörðina af Ríkissjóði árið 1947 enda er meginhluti kaupstaðarins í Böggvisstaðalandi. Um tíma var allmikið loðdýrabú á Böggvisstöðum.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Stefán Aðalsteinsson (1978). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík.