Fara í innihald

Avenida Brasil

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Avenida Brasil (Brasilíugata) er vinsæl brasilísk þáttaröð (telenovela). Þættirnir eru 179 og voru sýndir í brasilísku sjónvarpi árið 2012 (26. mars - 19. október 2012). Sagan fjallar um ástir og hefnd konu sem átti erfiða æsku í Brasilíu (vegna klækjabragða illrar stjúpmóður) en verður atvinnukokkur eftir að vera ættleidd til Argentínu. Kokkurinn ákveður að snúa aftur til ættjarðarinnar til að hefna sín á meðferð stjúpmóðurinnar.

Avenida Brasil er götunafn í Rio de Janeiro.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.