Austurrískur skildingur
Útlit
Austurrískur skildingur Österreichischer Schilling | |
---|---|
Land | Austurríki (áður) |
Skiptist í | 100 groschen |
ISO 4217-kóði | ATS |
Skammstöfun | S / öS |
Mynt | 10, 50 groschen, 1, 5, 10 skildingar |
Seðlar | 20, 50, 100, 500, 1000, 5000 skildingar |
Austurrískur skildingur (þýska: Österreichischer Schilling) var gjaldmiðill notaður í Austurríki áður en evran var tekin upp árið 2002. Einn skildingur skiptist í 100 groschen. Við upptöku evrunnar var gengið fest í 1 EUR = 13,7603 ATS.