Australian Recording Industry Association
Útlit
Australian Recording Industry Association (ARIA) eru atvinnugreinasamtök í ástralska hljóðritunariðnaðinum sem voru stofnuð á 8. áratugnum af sex helstu tónlistarútgáfunum, EMI, Festival, CBS, RCA, WEA og Universal. Þau komu í stað Association of Australian Record Manufacturers (AARM) sem var stofnað árið 1956.[1] Samtökin sjá um leyfisveitingu og höfundarlaun. Í ARIA eru fleiri en 100 meðlimir, þar með talið litlar útgáfur, meðalstór samtök, og stór fyrirtæki.
Söluviðurkenningar
[breyta | breyta frumkóða]Uppsetning | Núverandi viðurkenningar[2] | ||
---|---|---|---|
Gull | Platína | Demantur | |
Hljómplata | 35.000 | 70.000 | 500.000 |
Smáskífa | 35.000 | 70.000 | — |
DVD | 7.500 | 15.000 | — |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Siobhan O'Connor, ritstjóri (1997) [1990]. The book of Australia : almanac 1997–98. Balmain, NSW: Ken Fin: Watermark Press for Social Club Books. bls. 515. ISBN 1-875973-71-0.
- ↑ „ARIA Charts - Gold and Platinum ARIA Accreditation Awards“. Australian Recording Industry Association. Sótt 4. apríl 2022.