Aukageta
Útlit
Aukageta er afurð eða afleiðing annarrar virkni sem getur þó ekki haft nein áhrif á undirstöðuna sem veldur henni. Til dæmis er aukagetuhyggja í hugspeki sú kenning að sálarlíf mannsins sé aukageta þannig að það orsakist af virkni heilans og sé þannig afleiðing efnislegrar undirstöðu en geti þó engin áhrif haft á móti á efnislega undirstöðu sína; það er að segja að virkni heilans orsaki mannlegt sálarlíf en sálarlíf mannsins hafi engin áhrif á virkni heilans.