Augabrúnir
Augabrúnir[1] (augnabrúnir, augabrýr, augnabrýr eða brúnabaugar) eru hærðir hálfbogar fyrir ofan mannsaugu. Bilið milli augabrúna heitir brúnahaft og hrukkur í brúnahafti eru kallaðar skáldahrukkur. Ekki má rugla saman augabrúnum og augnhárum.
Menningarlegt gildi[breyta | breyta frumkóða]
Sumt fólk, aðallega konur, nota oft augnháraplokkara til að skapa lögulegri augabrúnir og eru þær stundum litaðar með varanlegum lit.
Íslensk málnotkun[breyta | breyta frumkóða]
Eintala hugtaksins er vafalaust augabrún eða augnabrún en velkst hefur lengi fyrir Íslendingum hvort nota eigi fleirtölumyndina ‚augabrýr‘ eða ‚augabrúnir‘.[2] Báðar orðmyndirnar eru taldar réttar en munurinn skýrist af því að í fornri íslensku beygðist orðið brún eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð þ.e. nefnifall fleirtölu var brýnn. Á 19. öld hóf fólk að setja orðið brún í fleirtölu sem brúnir og þykir mörgum það réttara.[3]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
- ↑ „Hvort erum við með augabrúnir eða augabrýr?“ á Vísindavefnum
- ↑ „Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?“ á Vísindavefnum