Auður Þorbergsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Auður Þorbergsdóttir (f. 20. apríl 1933) er íslenskur lögfræðingur og fyrrverandi borgardómari. Hún er fyrsta konan á Íslandi sem skipuð var dómari í íslensku dómskerfi. en hún var skipuð borgardómari árið 1972.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Auður fæddist í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Guðrún Símonardóttir Bech húsmóðir og Þorbergur Friðriksson skipstjóri. Systkini Auðar eru Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú, Þór Þorbergsson búfræðingur og Þorbergur Þorbergsson verkfræðingur.

Auður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1953 og embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1958 og fékk leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómi tveimur árum síðar. Auður var lögfræðingur veðdeildar Landsbanka Íslands 1961-1963. Hún var ráðin fulltrúi yfirborgardómara við Borgardómaraembættið 1963 og gegndi því starfi þar til hún var skipuð borgardómari. Auður sat í því embætti til ársins 1992 er hún var skipuð héraðsdómari í Reykjavík. Hún var varaforseti Félagsdóms 1989-1992. Þá var hún skipuð forseti Félagsdóms, fyrst kvenna hér á landi.[1] Þess má geta að frá 1963 til 1992 framkvæmdi Auður hjónavígslur og mun hafa verið fyrsta konan til þess á Íslandi.[2]

Auður var gift Hannesi Kristni Davíðssyni arkitekt og börn þeirra eru Guðrún Þorbjörg (fædd 1965) og Kristinn Tanni (1963).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í, bls. 40, (Reykjavík, 2003)
  2. Erla Hulda Halldórsdóttir; Guðrún Dís Jónatansdóttir (1998). „Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna“.