Auðólfur (landnámsmaður)
Útlit
Auðólfur var landnámsmaður. Hann nam Öxnadal niður frá Þverá til Bægisár. Hann bjó á Syðri-Bægisá.
Um hann er sagt í Landnámabók:
Auðólfur hét maður; hann fór af Jaðri til Íslands og nam Öxnadal niður frá Þverá til Bægisár og bjó að hinni syðri Bægisá; hann átti Þórhildi, dóttur Helga hins magra. Þeirra dóttir var Yngvildur, er átti Þóroddur hjálmur, faðir Arnljóts, föður Halldórs.“
— Landnáma.