Athrotaxis cupressoides
Athrotaxis cupressoides | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Athrotaxis cupressoides D.Don |
Athrotaxis cupressoides er sígræn tegund í grátviðarætt[2] sem er einlend í Tasmaníu í Ástralíu. Trén geta orðið að 100 ára gömul, með mjög hægan vöxt, eða um 12mm á ári í þvermálsvöxt.[3]
Það verður að 20m hátt, með bol að 1,5 m í þvermál.[4] Blöðin eru hreisturlík, 2–3 mm löng og 2–3 mm breið,[5] aðlæg eins og hreistur, í spíral eftir sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga, 12–15 mm í þvermál; þeir ná fullum þroska um sex mánuðum eftir frjóvgun. Frjókönglarnir eru 3 til 5 mm langir. Börkurinn er ljósbrúnn og trefjakenndur, og verður sprunginn með aldri.[6][7]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Athrotaxis cupressoides er einlend í Tasmaníu. Útbreiðslan er aðallega í mið og vestur fjallasvæum á milli 700 og 1300m yfir sjávarmáli, oft í kring um vötn eða rakar dældir á mó- eða blautum grýttum jarðvegi.[8]
Ógnir
[breyta | breyta frumkóða]Athrotaxis cupressoides er mjög viðkvæm fyrir eldi, og eru elstu og kröftugustu trén helst finnanleg á rökum svæðum.[9][10] Lítið þol tegundarinnar fyrir eldi og ásókn innfluttra og innlendra beitardýra (kindur, kanínur og pokadýr) í smáplöntur, rótarskot og barr hefur veruleg neikvæð áhrif áviðkomu tegundarinnar.[2]
Nytjar og ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Athrotaxis cupressoides hefur eins og er engar skráðar nytjar. Bolurinn er of undinn og hnútóttur til að nota í timbur.[8] Tegundin hefur hinsvegar stöku sinnum verið ræktuð og seld sem skrautplanta.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group 2000: Athrotaxis cupressoides
- ↑ 2,0 2,1 „Conifer Species: Athrotaxis cupressoides | American Conifer Society“. American Conifer Society (bandarísk enska). Sótt 9. mars 2018.
- ↑ Education Service - Australian National Botanic Gardens. „Australian Conifers“. www.anbg.gov.au. Sótt 9. mars 2018.
- ↑ „Key to Tasmanian Dicots“. www.utas.edu.au. Sótt 9. mars 2018.
- ↑ Wiltshire, Rob; Jordan, Greg (2009). Tree Flip. School of Plant Science, University of Tasmania & CRC for Forestry.
- ↑ „Athrotaxis cupressoides (Pencil pine) description“. www.conifers.org. Sótt 9. mars 2018.
- ↑ Simmons, Marion H.; Wapstra, Hans; Wapstra, Annie (2008). A guide to flowers & plants of Tasmania (4th. útgáfa). Chatswood, N.S.W.: Reed New Holland. ISBN 9781877069475. OCLC 225635307.
- ↑ 8,0 8,1 8,2 „Athrotaxis cupressoides (Pencil Pine)“. www.iucnredlist.org. Sótt 9. mars 2018.
- ↑ Department of Primary Industries, Parks, Water and Environment (2010). „Endemic Conifers of Tasmania“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. desember 2018.
- ↑ Johnson, K. A.; Marsden-Smedley, J. B. (2002). „FIRE HISTORY OF THE NORTHERN PART OF THE TASMANIAN WILDERNESS WORLD HERITAGE AREA AND ITS ASSOCIATED REGIONS“ (PDF). Papers and Proceedings of the Royal Society of Tasmania. 136. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. mars 2016. Sótt 25. febrúar 2019.