Athrotaxis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Athrotaxidoideae)
Athrotaxis
Athrotaxis cupressoides
Athrotaxis cupressoides
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Athrotaxis
D.Don
Tegundir

Sjá texta

Köngull A. selaginoides.

Athrotaxis er ættkvísl með tvemur eða þremur tegundum barrtrjáa. Ættkvíslin er einlend í vestur Tasmaníu, þar sem þær vaxa í tempruðum regnskógum í mikilli hæð yfir sjávarmáli.[1][2]

Þetta eru meðalstór tré, um 10 til 30 m (sjaldan 40) há og með 1 til 1,5 m í stofnþvermál. Blöðin eru hreisturlík, 3 til 14mm löng, í spíral á sprotanum. Könglarnir eru hnattlaga til egglaga, 1 til 3 sm í þvermál, með 15-35 köngulskeljar, hver skel með 3 til 6 fræjum; þau þroskast á 7-9 mánuðum eftir frjóvgun, en þá opnast þau til að sleppa fræjunum. Frjókönglarnir eru litlir, og sleppa frjóinu snemma vors.[1]

Þær eru mjög viðkvæmar fyrir eldi og fækkað mjög vegna aukningar villieldi eftir að Evrópubúar settust að á eynni.[1]

Tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tegundirnar þrjár af Athrotaxis eru ýmist taldar þrjár sjálfstæðar tegundir, eða sem tvær tegundir með þá þriðju sem blending hinna tveggja. Ennþá er ekki komin endanleg niðurstaða, þar sem sumar greiningar staðfesta blendingsuppruna, en aðrar sýna hana sem velaðgreinda og ekki blending.[1]

  • Athrotaxis cupressoides D.Don. Blöðin stutt, 3–5 mm, liggja þétt upp að sprotunum. Könglarnir litlir, 1-1.5 sm.
  • Athrotaxis selaginoides D.Don. Blöðin löng, 8–14 mm, standa út frá sprotanum. Könglarnir stórir, 2–3 sm.
  • Athrotaxis laxifolia Hook. (? A. cupressoides × A. selaginoides). Blöðin stutt, 4–7 mm, standa út frá sprotanum. Könglarnir í meðallagi, 1.5-2.5 sm.
A. selaginoides, könglar á fræári (Ástralíu, sumarið 2015).

Ræktun og nytjars[breyta | breyta frumkóða]

Viðurinn er ilmandi og endingargóður, og var áður mikið notaður í Tasmaníu, en er nú of sjaldgæfur til skógarhöggs. Allar þrjár eru lagleg skrauttré með miklu laufi, en ar aðallega plantað í trjásöfnum og grasagörðum. Ræktun fjarri heimkynnum þeirra hefur aðeins gengið þar sem úrkoma er mikil, vetur mildir, og svöl sumur, svo sem í Bretlandseyjum, Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og Nýja Sjálandi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Farjon, A. (2005). Monograph of Cupressaceae and Sciadopitys. Royal Botanic Gardens, Kew. ISBN 1-84246-068-4
  2. Australian Plant Names Index: Athrotaxis
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.