Aspergerheilkenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Aspergerheilkenni er truflun í þroska sem einkennist af skertri hæfni til félagslegra samskipta, sérkennilegum áhugamálum og áráttukenndri hegðun, tilbreytingarlausum talanda, sérkennilegu málfari, lélegri líkamstjáningu og klunnalegri hreyfingu og göngulagi.[1][2] Aspergerheilkenni er á einhverfurófinu, en er mun vægari en einhverfa, fólk með Aspergerheilkenni er með nokkuð venjulega tungumálafærni og gáfur.[3]

Orsök Aspergerheilkennis er ekki þekkt.[4] Einkenni koma vanalega fram fyrir 2 ára aldur og endast ævilangt.[5] Fleiri karlar en konur eru með Aspergerheilkenni.[6]

Heilkennið er nefnt eftir Hans Asperger, Austurrískum lækni sem lýsti árið 1944 börnum með tjáskiptavanda sem áttu erfitt með að skilja tilfinningar annarra.[7] Nútímalýsingin á Aspergerheilkenni varð svo til árið 1981[8] og var orðin stöðluð greining í byrjun 10. áratugarins.[9]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Valdís Alexía Cagnetti, Asperger – Hvað er það?, 19. október 2006[óvirkur tengill]
  2. „Hvað er Asperger-heilkenni?“. Vísindavefurinn. Sótt 15. apríl 2019.
  3. „F84.5 Asperger syndrome“. World Health Organization. 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. nóvember 2015. Sótt 13. mars 2016.
  4. „Autism Spectrum Disorder“. National Institute of Mental Health. september 2015. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. mars 2016. Sótt 12. mars 2016.
  5. McPartland J, Klin A (október 2006). „Asperger's syndrome“. Adolescent Medicine Clinics. 17 (3): 771–88, abstract xiii. doi:10.1016/j.admecli.2006.06.010 (óvirkt 2018-10-25). PMID 17030291.
  6. Ferri, Fred F. (2014). Ferri's Clinical Advisor 2015 E-Book: 5 Books in 1 (enska). Elsevier Health Sciences. bls. 162. ISBN 978-0-323-08430-7.
  7. Frith U (1991). „'Autistic psychopathy' in childhood“. Autism and Asperger Syndrome. Cambridge: Cambridge University Press. bls. 37–92. ISBN 978-0-521-38608-1.
  8. Klin A, Pauls D, Schultz R, Volkmar F (apríl 2005). „Three diagnostic approaches to Asperger syndrome: implications for research“. Journal of Autism and Developmental Disorders. 35 (2): 221–34. doi:10.1007/s10803-004-2001-y. PMID 15909408.
  9. Baker L (2004). Asperger's Syndrome: Intervening in Schools, Clinics, and Communities. Routledge. bls. 44. ISBN 978-1-135-62414-9. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. mars 2016.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.