Fara í innihald

Artemidóros

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Artemidóros (gríska: Ἀρτεμίδωρος) var forngrískur rithöfundur á 2. öld e. Kr. Hann var frá Efesos en kenndi sig við borgina Daldes í Lýdíu.

Eftir hann liggur ritið Oneirokritika, um drauma og draumráðningar. Það er byggt á rannsóknum hans á verkum forvera sinna í greininni auk draumlýsinga sem hann safnaði á ferðum sínum. Er það jafnframt helsta heimildin um lífshlaup hans og skoðanir. Verkið er í fimm bókum. Þar af eru þrjár fyrstu tileinkaðar manni að nafni Cassius Maximus og ætlaðar hinum almenna lesanda. Fjórða og fimmta bók voru aftur á móti ætlaðar syni hans (og nafna) einum til lestrar. Oneirokritika er eina varðveitta draumráðningabókin úr fornöld.