Arngeir (landnámsmaður)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Arngeir var landnámsmaður. Hann nam alla Melrakkasléttu milli Hávararlóns og Sveinungsvíkur. Hann bjó í Hraunhöfn.

Um hann segir í Landnámabók:

Gæsalappir

Arngeir hét maður, er nam Sléttu alla milli Hávararlóns og Sveinungsvíkur; hans börn voru þau Þorgils og Oddur og Þuríður, er Steinólfur í Þjórsárdal átti.Þeir Arngeir og Þorgils gengu heiman í fjúki að leita fjár og komu eigi heim. Oddur fór að leita þeirra og fann þá báða örenda, og hafði hvítabjörn drepið þá og lá þá á pasti, er hann kom að. Oddur drap björninn og færði heim, og segja menn, að hann æti allan, og kallaðist þá hefna föður síns, er hann drap björninn, en þá bróður síns, er hann át hann. Oddur var síðan illur og ódæll við að eiga; hann var hamrammur svo mjög, að hann gekk heiman úr Hraunhöfn um kveldið, en kom um morguninn eftir í Þjórsárdal til liðs við systur sína, er Þjórsdælir vildu berja grjóti í hel.“

— Landnáma.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.