Arnarbæli (Fellsströnd)
![]() |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Arnarbæli á Fellsströnd í Dalabyggð, þótti ein besta jörð landsins[heimild vantar] fyrr á öldum þegar litið var til hlunninda, veðurfars, gróðurfars, ræktunarlands og fl. Gróður er mikill, hlunnindi eru góð, ræktarland er mikið og sæmileg tún. Landslagið samanstendur af mýrlendi, miklum trjágróðri, klettaborgum og eyjum.
Eins og nafnið gefur til kynna, þá hefur í gegnum aldir verið mikið arnarvarp á og í kringum jörðina og er enn. Ekki er óalgengt að sjá erni þar í hópum.