Argentínskur smokkfiskur
Argentínskur smokkfiskur | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Illex argentinus Castellanos, 1960 |
Argentínskur smokkfiskur (fræðiheiti: Illex argentinus) er smokkfiskur sem tilheyrir (fræðiheiti: Ommastrepidae) ætt.
Argentínskur smokkfiskur
[breyta | breyta frumkóða]Argentínskur smokkfiskur (fræðiheiti: Illex argentinus) kemur af Ommastrepidae frá suðvestur Atlantshafi. Smokkfiskurinn er að 30 cm lengd eða minni og getur möttullinn verið 22 cm, líkami er rörlaga og langur og er hausinn yst. Argentínskur smokkfiskur getur lifað allt frá yfirborði sjávar niður í allt að 800 metra dýpi. Þeir fjölga sér með innri frjóvgun en karlkyns fiskurinn kemur sæðinu fyrir í kvennfisknum og drepst hann svo fljótlega eftir það. Kvensmokkfiskurinn getur verpt allt að 750 þúsund eggjum og eftir að hún hefur komið eggjunum fyrir á sjávarbotni drepst hún skömmu síðar. Argentínskur smokkfiskur hefur hraðan lífsferil og geta þeir aðeins lifað í um 1-2 ár. Á þessum stutta tíma vex fiskurinn frá því að vera seiði í full vaxinn smokkfisk eða frá einum millimetra í 30 cm. Eggin vaxa mishratt svo þau klekjast ekki öll út á sama tíma[2]
Veiðar
[breyta | breyta frumkóða]Argentínskur smokkfiskur er vinsæl veiðitegund og frá árinu 1982- 2002 hafa smokkfiskaveiðar verið á bilinu 1.1 – 2.6 milljón tonna á ári og einkennast þær veiðar aðallega af argentínskum smokkfisk(Illex argentinus) og japönskum smokkfisk (Todarodes pacificus). Hann er einn af þeim smokkfiskategundum sem er mikið veitt af og var veitt 511.087 tonn árið 2002 eða 23,3% af öllum smokkfiskategundum. Sama ár voru 75% af 2,18 milljónum tonna smokkfiskaafli en sá afli hefur aukist á heimsvísu og voru þessar tvær tegundir Illex argentinus og Todarodes pacificus 46% af smokkfiskaafla heims [3]
Argentínskur smokkfiskur er með hraðan vöxt og stuttan líftíma en stærsti smokkfiskurinn hefur náð hámarki 400 mm þegar þeir eru fullvaxnir. Líftíminn er aðeins eitt ár en á þeim tíma eru þeir mikið á ferðinni á milli hryggninga svæða og í leit að fæðu. Seiði sem hafa ekki náð fullum þroska halda sig á 3-20 m frá botni á daginn en færa sig svo upp í 5-20 m á nóttunni. Fullþroska smokkfiskur heldur sig á hafsbotni á nóttunni eða um 500-900m og færir sig svo upp í 200-300 m yfir daginn. Til að auðvelda veiðarnnar þá notast þeir við ljós á nóttunni til að smokkfiskurinn færi sig ofar og fanga hann svo í stórt net [4]
Við veiðar á argentínskum smokkfisk er notast við línubáta. Þá slaka þeir línu niður og eru með beitu á og ljós sem laðar smokkfiskin að. Það eru reglur um notkun á ljósum en lítil skip mega nota einn lampa á meðan stóru skipin eru með leyfi fyrir töluvert fleirum. Lamparnir gefa að mestu frá sér hvítt ljós en stundum eru hafði lampar með sem gefa frá sér grænann lit [5]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Argentínskur smokkfiskur dreifir sér meðfram strönd Argentínu, Úrúgvæ og Brasilíu. Erlendir flotar frá Japan, Kína, Taívan, Kóreu og Spáni starfa löglega á úthafinu, við það að veiða argentínskan smokkfisk sem er dreifður um strandir Argentínu (SFP,2021). Meira en 2 milljónir tonna af smokkfiski er landað árlega um allan heim. Það eru til margar tegundir af smokkfisk en það eru tvær tegundir sem eru sérstaklega veiddar og er það Japanskur smokkfiskur (Todarodes pacificus) og Argentínskur smokkfiskur (Illex argentinus). Árið 2003 voru 49.654 tonn af smokkfiski flutt til Bandaríkjanna frá þrjátíu mismunandi löndum. Það eru til upplýsingar um svæðisbundinn fiskveiðar á smokkfiskum en lítið er til af upplýsingum um svæðisbundna löndun af smokkfiskategundum. Þegar smokkfiskur þvælist með sem meðafli er ekki nauðsynlegt að tilkynna smokkfiksategundina sem kemur með aflanum en aftur á móti þarf að tilkynna magnið sem kemur til Matvælastofnuna (FAO) og á hvaða svæði aflinn kom. Ástæðan fyrir því að tilkynna þarf meðafla er að lífsferill smokkfiska er stuttur eða um eitt ár. Þess vegna er mikilvægt að halda utan um þær upplýsingar sem til eru og passa að ofveiða ekki smokkfiskastofninn[6]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Barratt, I.; Allcock, L. (2011). „Illex argentinus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011. Sótt 13. janúar 2012.
- ↑ Oceana. (e.d.). Argentine Shortfin Squid, Illex argentinus. https://oceana.org/marine-life/argentine-shortfin-squid/
- ↑ FAO. (2005). World squid resources. https://www.fao.org/3/y5852e/Y5852E08.htm#ch3.2
- ↑ Rodhouse, Paul G.K. (21.oktober. 2013). Illex argentinus, Argentine shortfin squid. NERC. Open Researh Archive. http://nora.nerc.ac.uk/id/eprint/21025/
- ↑ FAO. (2005). World squid resources. https://www.fao.org/3/y5852e/Y5852E08.htm#ch3.2
- ↑ Mazurek.R. (2006). International Squid. http://www.seachoice.org/wp-content/uploads/2011/12/MBA_SeafoodWatch_InternationalSquidReport.pdf