Arduino

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Arduino er örtölva sem byggir á opnum hugbúnaði og er á einni prentplötu. Arduino bretti eru hönnuð til að auðvelda notkun rafeindatækni í ýmis konar konar verkefnum. Vélbúnaðurinn er opinn vélbúnaður sem hannaður er fyrir Arduino bretti. Brettin eru forrituð með forritunarmáli sem líkist C++. Brettin má kaupa samsett eða ósamsett til að lóða saman.

Arduino verkefnið hófst í Ivrea í Ítalíu árið 2005 sem liður í að búa til ódýr tæki til að búa til frumgerðir fyrir nemendur sem unnu að viðmótshönnunarverkefnum. Hönnuðurnir Massimo Banzi og David Cuartielles skírðu verkefnið Arduino eftir krá í Ivrea.

An official Arduino Duemilanove (rev 2009b).

Arduino Nano og Arduino samhæfð Bare Bones bretti og Boarduino bretti hafa tengipinna (male header pins) neðan á korti sem kleift að tengja kortin við brauðbretti án þess að nota lóðbolta.

Arduino forritunarmálið byggir á C++ og er einfalt fyrir byrjendur og fólk utan tæknigreina. Dæmigert fyrsta forrit fyrir Arduiono örgjörvann er forrit sem lætur ljóstvist (LED) blikka. Slíkt forrit gæti litið svona út:

#define LED_PIN 13

void setup () {
  pinMode (LED_PIN, OUTPUT);   // enable pin 13 for digital output
}

void loop () {
  digitalWrite (LED_PIN, HIGH); // turn on the LED
  delay (1000);         // wait one second (1000 milliseconds)
  digitalWrite (LED_PIN, LOW);  // turn off the LED
  delay (1000);         // wait one second
}


Vélbúnaður[breyta | breyta frumkóða]

The Arduino Diecimila

Upprunalegur Arduino vélbúnaður er framleiddur af ítalska fyrirtækinu Smart Projects en einnig hafa Arduino bretti verið hönnuð af bandaríska fyrirtækinu SparkFun Electronics.

Þrettán útgáfur af Arduino vélbúnaði hafa verið framleiddar og seldar:

 1. Serial Arduino með serialtengi og ATmega8
 2. Arduino Extreme USB tengingu til að forrit og notar ATmega8
 3. Arduino Mini dvergútgáfa af Arduino sem notar yfirborðstengt ATmega168
 4. Arduino Nano dvergútgáfa, USB knúin tegund af Arduino sem notar yfirborðstengt ATmega168 (ATmega328 í nýrri útgáfum)
 5. LilyPad Arduino einföld hönnun fyrir tölvufatnað (wearable) sem notar yfirborðstengt ATmega168
 6. Arduino NG með USB tengi til að forrita og nota ATmega8
 7. Arduino NG plus með USB tengi til að forrita og nota ATmega168
 8. Arduino Bluetooth með Bluetooth tengi til að forrita með ATmega168
 9. Arduino Diecimila með USB tengi og notar ATmega168 í DIL28 pakka
 10. Arduino Duemilanove ("2009") sem notar ATmega168 (ATmega328 fyrir nýrri útgáfur) og knúið gegnum USB/DC aflgjafa, sjálfvirkt skipting
 11. Arduino Mega1280 sem notar yfirborðstengt ATmega1280 fyrir viðbótar I/O og minni.
 12. Arduino Uno sem notar sama ATmega328 og seinni útgáfur af Duemilanove, en á meðan Duemilanove notaðr FTDI chipset fyrir USB þá notar Uno ATmega8U2.
 13. Arduino Mega2560 notar yfirborðstengt ATmega2560 þannig að heildarminni verður 256 kB. Það nýtir einnig hið nýja ATmega8U2 USB chipset.


Arduino vélbúnaðarhönnun er dreift með Creative Commons Attribution Share-Alike 2.5 höfundarleyfi. Kóðinn er undir GPLv2 höfundarleyfi.


Frumgerðarskjöldur lóðaður á Arduino bretti

Arduino og Arduino samhæfð bretti nota skildi sem eru prentplötur sem koma ofan á Arduino og tengjast inn í pinnatengi sem fylgja með kortunum. Skildirnir gegna ýmis konar hlutverki, þeir geta verið stýringar fyrir rafala eða brauðbretti fyrir frumgerðasmíði.

Listi fyrir skildi má fá á Arduino Shield List vefsíðu.

Arduino samhæfð bretti[breyta | breyta frumkóða]

Vélbúnaði og hugbúnaði Arduino má dreifa undir copyleft höfundarleyfum en Arduino er skrásett vörumerki og hönnuðir vilja að bretti og aðrar vörur sem byggja á þessari tækni séu ekki merkt með "Arduino" nema með þeirra leyfi.

Hópur Arduino notenda sem vann að Arduino Diecimila hefur framleitt samhæft bretti sem kallað er Freeduino. Freeduino er ekki skrásett vörumerki og það má nota í hvaða tilgangi sem er. Mörg Arduino samhæfð bretti eru selt undir nöfnum sem nota endinguna "-duino".

Eftirfarandi bretti eru alveg eða að mestu leyti samhæfð við Arduino vélbúnað og hugbúnað og geta tengst skjöldum.

 • 'Freeduino MaxSerial', bretti með staðal DE-9 serialtengi.
 • 'Freeduino Through-Hole', bretti sem ekki gerir ráð fyrir yfirborðslóðun, framleitt og selt af NKC Electronics.
 • 'Illuminato Genesis', bretti sem notar ATmega644 í staðinn fyrir ATmega168.
 • 'metaboard', bretti sem er mjög einfalt og ódýrt. það er framleitt af Metalab sem er hackerspace í [[Vienna].
 • 'Japanino' frá Japan. Knúið af ATmega168 og hefur venjulega stærð af USB A tengi.
 • 'Wiseduino' er Arduino samhæft bretti með DS1307 rauntímaklukku, 24LC256 EEPROM og tengi fyrir XBee fyrir fjarstýringu.
 • 'TwentyTen' er Arduino samhæfð örtölva byggð á Duemilanove með nokkrum endurbótum með frumgerðarsvæði, endurröðuðum ljóstvistum, mini-USB tengi og 13 pinna tengingum þannig að ljóstvistar og viðnám trufli ekki þegar það er notað sem inntak.
 • 'Volksduino' er ódýrt öflugt Arduino samhæft bretti sem getur notað skildi og byggir á Duemilanove. Það er með 5 V / 1  volta regulator og getur tengst 3.3 V regulator. Volksduino var hannað af Applied Platonics þannig að það væri með fáa hluta og auðvelt í samsetningu.
 • 'ZArdino' er bretti frá Suður-Afríku sem byggir á Duemilanove og hannað til að vera einfalt í samsetningu.
 • 'Zigduino' er Arduino sem notar ATmega128RFA1 til að tengjast Zigbee (IEEE 802.15.4). Það má nota á 802.15.4 netstöðlum eins og ZigBee. Brettið er af sömu stærð og Duemilanove og hefur ytri RPSMA jack á hliðinni andspænist aflgjafatengi. Það getur tengst skjöldum sem vinna með öðrum 3.3 V brettum. Due kemur út á fyrsta ársfjórðungi 2011.
 • 'InduinoX' er Arduino sem notar ATmega168 og er hannað til kennslu og þjálfunar. Á brettinu eru RGB LED ljóstvistar, rofar og IR Tx/Rx. Brettið var hannað og markaðssett af Simplelabs.

Arduino samhæfð bretti til sérstakra nota[breyta | breyta frumkóða]

Arduino bretti til sérstakra nota virka eins og Arduino og skjöldur á einu og sama brettinu. Sum slík betti geta tengst skjöldum en önnur ekki.

 • "DFRobotShop Rover" er fjölhæfur einfaldur búnaður sem byggir á Arduino Duemilanove. PCB inniheldur ATmega328 kubb með Arduino bootloader og dual H-bridge og viðbótar frumgerðarsvæði og hausa. PCB getur tengst mörgum skjöldum þó að fjórir stafrænir pinnar séu notaðir þegar það mótórstýring er í gangi. Á brettinu er stýring fyrir volt, auka ljóstvistar, hitastigsskynjari og ljósskynjari. DFRobotShop Rover kit inniheldur tveggja mótora gírabox og einfaldan ramma til að búa til vélmenni sem hreyfist.
 • "Lightuino" er Arduino samhæft bretti sem knýr ljóstvista (70 constant-current rásir) og ljóstvista matrissur (1100 LEDs). Það er með volt regulator sem knýr ljóstvista og skynjara sem ákveður hvenær eigi að kveikja og an ambient IR móttakara til að stýra verkefni þínu.
 • "ArduPilot" er Arduino samhæft bretti sem hannað er fyrir fjarstýrða og sjálfvirka stýringu á flugvélum, bifreiðum og bátum. Það notar GPS til að ferðast um og thermopile skynjara eða IMU fyrir stöðugleika.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]