Arches-þjóðgarðurinn
Útlit
(Endurbeint frá Arches National Park)
Arches-þjóðgarðurinn (enska: Arches National Park) er þjóðgarður í austur-Utah og er staðsettur á Colorado-sléttunni með Colorado-fljót aðliggjandi. Hann er um 310 km2 að stærð og hefur að geyma u.þ.b. 2000 sandsteinabrýr og -boga sem mótast hafa af vindi og vatni á mörg hundruð milljónum ára. Svæðið er í um 1200-1700 metra hæð. Einn af þeim frægustu er Delicate Arch. Árið 1929 var svæðið verndað sem national monument en árið 1971 var það gert að þjóðgarði.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Arches-þjóðgarðurinn.
Fyrirmynd greinarinnar var „Arches National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. des. 2016.