Arakna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Málverk frá 1706 af því þegar Mínerva ber Aröknu með skyttu úr vefstól. Málari René-Antoine Houasse.
Spunakonurnar eða goðsögnin um Aröknu (1644–48) eftir Velázquez

Arakna (forngríska: Ἀράχνη; umritað arákhnē) er söguhetja í grískri goðsögn sem aðallega er þekkt af sögu rómverska skáldsins Ovid (43 fyrir Krist –17 eftir Krist) en það er elsta varðveitta gerð þessarar goðsögu. Í sjöttu bók af söguljóðinu Metamorphoses segir Ovid frá hvernig hin hæfileikaríka Arakna skorar á gyðjuna Minervu í vefnaðarkeppni. Minerva finnur enga galla á þeim dúkum sem Arakna hefur ofið fyrir keppnina og verður þá svo reið að hún ber Aröknu með skyttu sinni. Arakna hengir sig og verður að kónguló. Goðsögnin er bæði upprunasaga til að útskýra færni kóngulóa í vefnaði og líka varnaðarsaga um ofdramb þeirra sem bera sig saman við guðina.