Fara í innihald

Anthony C. Grayling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Vestræn heimspeki
Heimspeki 20. aldar,
Heimspeki 21. aldar
Anthony C. Grayling
Nafn: Anthony Clifford Grayling
Fæddur: 3. apríl 1949 (1949-04-03) (75 ára)
Skóli/hefð: rökgreiningarheimspeki
Helstu viðfangsefni: frumspeki, málspeki, þekkingarfræði, rökfræði
Áhrifavaldar: Ludwig Wittgenstein

Anthony Clifford Grayling (fæddur 3. apríl 1949) er breskur heimspekingur og rithöfundur. Hann er prófessor í heimspeki við Birkbeck Háskóla í London. Hann er með M.A.-gráðu og doktorsgráðu frá Oxford-háskóla.

Grayling fæddist í bænum Luanshya í Zambíu og ólst upp í breska samfélaginu þar. Fyrstu kynni hans við heimspekileg skrif voru þegar hann var tólf ára gamall þegar hann las enska þýðingu á samræðu Platons um Karmídes. Þetta hafði djúpstæð áhrif á Grayling sem hélt áfram að lesa heimspekileg rit og nam þau fræði þegar hann kom aftur til Englands á unglingsárum.

Heimspekileg rit

[breyta | breyta frumkóða]

Grayling hefur einbeitt sér að þeirri grein heimspekinnar sem hann hefur mestan áhuga á, svokallaðri tæknilegri heimspeki sem má lýsa sem samspili þekkingarfræðinnar, frumspeki og rökfræði. Hann blandar þessum greinum saman til þess að kanna hvert samband mannshugans og heimsins er og vill með því meðal annars véfengja heimspekilega efahyggju. Í hans helstu verkum má finna röksemdir hans og eru þau helstu The Refutation of Scepticism (1985), Berkeley: The Central Arguments (1986), Wittgenstein (1988), Russell (1996), Truth Meaning and Realism (2007) og Scepticism and the Possibility of Knowledge (2008).

Anthony C. Grayling

Grayling notar hugmyndina um heimspekilega þekkingu sem mótvægi við röksemdir efahyggjumanna og þar með upplýsa almenn sjónarmið í raunsæisumræðunni sem inniheldur hugtök á borð við sannleika og merkingu.

Stöðuveitingar

[breyta | breyta frumkóða]

Útgefin verk

[breyta | breyta frumkóða]