Fara í innihald

Antósýanefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fjólublár litur á blómum þessara fjóla stafar af antósýanefnum.

Antósýanefni (úr grísku: ἀνθός (anþos) = „blóm“ + κυανός (kyanos) = „blár“) eru flokkur vatnsleysanlegra litarefna sem eru ýmist rauð, vínrauð, fjólublá eða blá eftir sýrustigi. Þau gefa til dæmis rauða litinn í rauðkál og rauðlauk. Antósýanefni eru plöntuefni (flavonóíð) sem myndast í frymisbólum með fenýlprólpanóíðferli. Þau eru að mestu bragð- og lyktarlaus en gefa milda barkandi tilfinningu. Antósýanefni koma fyrir í öllum vefjum háplantna, rótum, laufi, stilkum, blómum og aldinum.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.