Anni-Frid Lyngstad
Útlit
Anni-Frid, Reuss prinsessa, greifynja af Plauen (á þýsku: Anni-Frid Prinzessin Reuss von Plauen), fædd Anni-Frid Synni Lyngstad (15. nóvember 1945 í Bjørkåsen, Ballangen í Noregi). Hún er þekktust undir nafninu Frida Lyngstad. Hún er sænsk söngkona. Hún var ein af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar ABBA. Fædd í Noregi af norskri móður en þýskum föður, ólst samt upp í Svíþjóð, en hefur búið í Sviss frá árinu 1986.
Hún ber formlega titilinn, Her Serene Highness Princess Anni-Frid Synni Reuss, Countess of Plauen, eftir að hafa gifst prinsinum, Heinrich Ruzzo Reuss of Plauen árið 1992, en hann er þýskur prins og fyrrum erfingi House of Reuss.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Anni-Frid Lyngstad“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. janúar 2013.