Fara í innihald

Anna í Avonlea

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Anna í Avonlea
Kápa fyrstu útgáfu bókarinnar.
HöfundurLucy Maud Montgomery
Upprunalegur titillAnne of Avonlea
ÞýðandiAxel Guðmundsson, 1933
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, 2013
LandKanada
TungumálEnska
ISBNISBN 9789935909138
ForveriAnna í Grænuhlíð 
FramhaldAnna frá Eynni 

Anna í Avonlea er önnur bókin í bókaflokki L. M. Montgomery um hana Önnu í Grænuhlíð. Bókin er beint framhald af fyrstu bókinni, Anna í Grænuhlíð og var gefin út árið 1909.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Sagan hefst er Anna er orðin 16 ára og byrjar að starfa sem kennslukona í heimabæ sínum, Avonlea. Hvatvísi Önnu, forvitni og bjartsýni setja mark sitt á bæjarlífið. Í byrjun sögunar kynnumst við nýjum nágranna Önnu, herra Harrison og svívirðilegum páfagauki hans en einnig tvíburunum Dóru og Davíð. Marilla tekur börnin að sér þegar móðir þeirra og frænka Marillu deyr. Dóra er prúð og stillt stúlka á meðan bróðir hennar er óþekktarangi sem er sífellt að koma sér í vandræði. Aðrar nýjar persónur koma við sögu eins og Paul Irving sem er nemandi Önnu í skólanum. Paul kemur frá Bandaríkjunum og heillar Önnu upp úr skónum með ríku ímyndunarafli sínu. Anna kynnist kostum og göllum þess að vera kennari ásamt því að ala upp tvíburana með Marillu. Vinir hennar Díana, Gilbert og Fred Wright eru þó ekki langt undan og stofna þau félag til að lífga upp á menninguna í bænum. Í lok bókarinnar deyr eiginmaður Frú Lynde sem flytur í Grænuhlíð til Marillu. Þar sem Marilla er ekki lengur ein fær Anna enn á ný tækifæri til þess að komast í háskóla. Anna og Gilbert ákveða því að hefja nám við Reddmond Háskóla næsta haust.

Fyrirmynd greinarinnar var „Anne of Avonlea“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt Febrúar 2018.