Ankaramít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ankaramít er tegund basalts.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Dílótt alkalískt basalt með mikið af dökkum steindum. Grunnmass fínn eða smákornóttur. Það er annaðhvort blöðrótt eða þétt. Dílar aðallega pýroxen og ólivín.

Uppruni og útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Ankaramít finnst á útbreiðslusvæðum alkalíbasalts í kringum Eyjafjallajökul þá bæði sem hraun og berggangar. Sem gangberg þekktast neðan undir Hvammsmúli.

Talið myndast sem hlutbráð úr peridótíti í möttlinum undir hliðargosbeltum.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.