Andlitsókenni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Andlitsókenni (lat. prosopagnosia, úr grísku) er dæmi um samband heila og hugarstarfsemi. Það lýsir sér þannig að fólk greinir ekki á milli andlita, sér engan mun á andlitunum og þekkir þess vegna ekki fólk af andlitinu. Þessu veldur galli í heilanum á því svæði sem sér um andlitskenni. Nánar tiltekið er þetta heilaskemmd eða vanþroski á gagnaugablaði, oftast á hægra heilahveli. Gerður er greinarmunur á tvenns konar andlitsókenni. Annars vegar er um að ræða meðfætt andlitsókenni, sem stafar af þroskaskerðingu viðkomandi svæðis. Hins vegar er um að ræða áunnið andlitsókenni, sem stafar oftast af skaða sem þetta svæði heilans hefur orðið fyrir, til dæmis af slysförum eða heilablóðfalli.