Andaglas

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ensk útgáfa af spilaborði fyrir andaglas

Andaglas er leikur þar sem notað er spjald með bókstöfum og tölustöfum sem getur einnig haft fleiri tákn svo sem tölustafi og orð eins og já, nei og bless. Notaður er hlutur eins og glas á hvolfi til að benda á tákn þannig að þátttakendur í andaglæasi tylla allir fingri á glasið og spyrja spurninga. Á Íslandi tíðkast að hefja leikinn með spurningunni: „Er andi í glasinu?“ Spurningin er endurtekin þar til glasið byrjar að hreyfast að því er virðist af sjálfu sér og staðnæmist við eitthvað tákn. Þannig eru stöfuð fram orð og setningar sem margir túlka sem dulræn skilaboð.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Vísindavefurinn:Hvað getið þið sagt mér um andaglas?