Anaxarkos

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Anaxarkos (uppi um 340 f.Kr.) var forngrískur heimspekingur af skóla Demókrítosar. Hann var fæddur í Abderu í Þrakíu.

Anaxarkos var vinur Alexanders mikla og fór með honum austur. Díogenes Laertíos (IX.10.2) segir að Anaxarkos hafi svarað Alexander, er sá síðarnefndi kvaðst vera sonur Seifs-Ammons, bent á blæðandi sár Alexanders og sagt „Sjá, blóð dauðlegs manns, ekki ikkor, sem rennur í æðum ódauðlegra guðanna.“

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.