Anapo
Útlit
Anapo er fljót á Sikiley sem rennur um austurhluta eyjarinnar í Sýrakúsu-héraði. Upptök þess eru í fjallinu Monte Lauro og rennur það í fljótið Ciane en ósar þess er í Jónahafinu. Fljótið er 52 km langt og meðalrennsli þess er um 1 rúmmetri á sekúndu.
Heiti árinnar er komið frá forngrísku og merkir líklega „ósýnileg“ og vísar til þess að áin grefur sig hér og hvar undir landsyfirborðið og hverfur því sjónum.