Fara í innihald

Amperstund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Amperstund er mælieining fyrir rafhleðslu, táknuð með Ah, einkum notuð sem mælikvarði á endingu rafhlaða og rafgeyma. T.d. ætti raflaða, sem gefin væri upp sem "1 mAh" að geta gefið rafstrauminn 1 mA í eina klukkustund. Uppgefinn fjöldi amperstunda rafhlöðu er þó ekki fullkomið mat á endingu rafhlöðu vegna innra viðnáms rafhlaða, sem fer hækkandi eftir því sem hleðsla hennar minnkar. En meðan álagsviðnám sem tengt er við rafhlöðuna er töluvert stærra en innraviðnám hennar (sem er oftast tilfellið miðað við venjuleg not) gefur fjöldi amperstunda rafhlöðu ansi nákvæma hugmynd um endingu hennar. Amperstund jafngildir 3600 kúlombum, þ.e. 1 Ah = 3600 C (En kúlomb jafngildir einmitt einni Ampersekúndu (1 As)). Amperstund er ekki SI-mælieining.

Algengt er að fjöldi amperstunda hleðslurafhlaða sé gefinn upp en sjaldgæft fyrir einnota rafhlöður.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.