Amalasúnta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amalasúnta, Regina

Amalasúnta (u.þ.b. 495 – 30. apríl 534/535) var leiðtogi Austgota frá árunum 526 til 534 og ríkjandi drottning frá 534 til 535. Hún var yngsta dóttir Teódórs mikla. Hún hafði gildi og dyggðir Rómverja í hávegum. Hún er þekktust fyrir stjórnmálasamband sitt við Justinianus I, sem átti eftir að gera innrás í Ítalíu til að hefna fyrir morðið á henni.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Árið 515 giftist Amalasúnta manni að nafni Eutharic (u.þ.b. 480 – 522). Samkvæmt heimildum var hann einnig af austgotneskum aðalsættum, frá svæðinu sem heitir Spánn í dag. Föður Amalasúntu, Teódóri mikla, fannst mikilvægt að hún skildi giftast manni af voldugri konungsætt til þess að auka völd eigin fjölskyldu.

Amalasúnta var mikil menntakona og þekkt fyrir mikla almenna þekkingu. Hún lærði þrjú tungumál, latínu, grísku og gotnesku. Auk þess nam hún heimspeki og þótti ekki standa Salómoni konungi að baki hvað visku varðaði. Samtímaheimildir herma að Amalasúnta hafi verið hamingjusöm og þolinmóð kona, en þó var gert meira úr stjórnhæfileikum hennar en kvenlegum dyggðum sem er óvenjulegt fyrir austgotneska prinsessu.

Eiginmaður Amalasúntu dó á fyrstu árum hjónabandsins en áður höfðu þau eignast tvö börn, Athalaric og Matasúnta. Seinna, eða u.þ.b. árið 550, giftist Amalasúnta Germanusi sem var herforingi í Austrómverska ríkinu. Þegar faðir Amalasúntu lést tók sonur hennar við hásætinu, aðeins 10 ára gamall. Amalasúnta stjórnaði í hans nafni og hafði mikil áhrof á stjórn ríkisins. Amalasúnta var óhrædd við að beita ströngum stjórnaraðferðum. Eitt sinn dæmdi hún 3 gotneska aðalsmenn til dauða og lét taka þá af lífi. Amalasúnta var aldrei vinsæl á meðal þegna sinna. Hún var sett í stofufangelsi á eyjunni Martana í Toskana og var drekkt í baðkari árið 534 eða 535.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.