Als

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning.
Sönderborg-höfn.
Augustenburg-kastali.

Als (eða Alsey) er dönsk eyja austur af Jótlandi. Hún er 321 ferkílómetrar að stærð og eru íbúar rúm 50.000 (2010). Borgin Sønderborg er að hluta til á eyjunni en Als-sundið skiptir borginni í tvennt. Tvær brýr eru frá borginni Als-megin og tengja Als við Jótland. Svínabú eru mörg á eyjunni og þar hefur ávaxtarækt líka verið blómleg landbúnaðargrein.

Hjortspringbáturinn eru leifar báts frá járnöld sem fannst á Als. Prússar og Þjóðverjar tókust á við Dani um yfirráð á eyjunni frá miðri 17. öld til upphafs 20. aldar. Árið 1920 fengu íbúar að kjósa um hvaða ríki þeir vildu tilheyra og kusu að vera hluti af Danmörku. Seint á 19. öld var hertoginn af Augustenborg allsráðandi á eyjunni og hafði kastala til umráða. Þeim kastala hefur nú verið breytt í sjúkrahús. Sønderborg-kastali er annar slíkur en þar sat annar hertogi.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Als (island)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. jan. 2017.