Fara í innihald

Roðalaukur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Allium acuminatum)
Roðalaukur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. acuminatum

Tvínefni
Allium acuminatum
Hook.
Samheiti
  • Allium acuminatum var. cuspidatum Fernald
  • Allium cuspidatum (Fernald) Rydb.
  • Allium elwesii Regel
  • Allium murrayanum Regel
  • Allium wallichianum Regel

Roðalaukur (fræðiheiti: Allium acuminatum) er tegund af laukplöntum, ættuð frá vesturhluta Bandaríkjanna og Kanada. Hann finnst í öllum ríkjunum vestur af Klettafjöllum, auk Bresku Kólumbíu.[1][2]

Allium acuminatum myndar kúlulaga lauka, minna en 2 sm í þvermál, með lauklykt.[3] Blómstöngullinn er að 40 sm langur, með sveip að allt að 40 blómum. Blómin eru bleik til fjólublá með gulum fræflum.[1][4][5][6][7][8][9]

Laukarnir voru nýttir af indíánum í suðurhluta Bresku Kólumbíu. Þeim var safnað annað hvort snemma vors eða síðla hausts og yfirleitt soðnir í gryfjum.[3] Bæði laukurinn og stöngullinn eru ætir, hinsvegar er stöngullinn talinn bragðbetri.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „EFLORAS“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. maí 2021. Sótt 19. apríl 2018.
  2. BONAP kort
  3. 3,0 3,1 3,2 Turner, Nancy J. Food Plants of Interior First Peoples (Victoria: UBC Press, 1997) ISBN 0-7748-0606-0
  4. photo of herbarium specimen at Missouri Botanical Garden, isotype of "Allium acuminatum"
  5. Hooker, William Jackson. 1838. Flora Boreali-Americana 2: 184, pl. 196.
  6. Cronquist, A.J., A. H. Holmgren, N. H. Holmgren & Reveal. 1977. Vascular Plants of the Intermountain West, U.S.A. 6: 1–584. In A.J. Cronquist, A. H. Holmgren, N. H. Holmgren, J. L. Reveal & P. K. Holmgren (eds.) Intermountain Flora. Hafner Pub. Co., New York.
  7. Hickman, J. C. 1993. The Jepson Manual: Higher Plants of California 1–1400. University of California Press, Berkeley
  8. Hitchcock, C. H., A.J. Cronquist, F. M. Ownbey & J. W. Thompson. 1969. Vascular Cryptogams, Gymnosperms, and Monocotyledons. 1: 1–914. In C. L. Hitchcock, Vascular Plants of the Pacific Northwest. University of Washington Press, Seattle.
  9. Scoggan, H. J. 1978 [1979]. Pteridophyta, Gymnospermae, Monocotyledoneae. 2: 93–545. In Flora of Canada. National Museums of Canada, Ottawa.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.