Fara í innihald

Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum (kvikmynd frá 1930)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
All Quiet on the Western Front
LeikstjóriLewis Milestone
HandritshöfundurErich Maria Remarque (bókin)
FramleiðandiCarl Laemmle Jr.
KlippingEdgar Adams
TónlistDavid Broekman
Lengd138 minutes
LandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
TungumálEnska
Franska

All Quiet on the Western Front (íslenska: Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum) er kvikmynd sem var frumsýnd árið 1930 í leikstjórn Lewis Milestone. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu sem kom út á bók 1929 (birtist fyrst í dagblaðinu Vossische Zeitung árið áður) og var skrifuð af þýska rithöfundinum Erich Maria Remarque. Kvikmyndin hlaut tvenn Óskarsverðlaun, mynd ársins og leikstjóri ársins. Hún var tilnefnd til tveggja annarra Óskarverðlauna, auk þess að hljóta þrenn önnur verðlaun. Þess má geta að All Quiet on the Western Front var þriðja myndin til að hljóta Óskarsverðlaun í flokki bestu kvikmyndarinnar.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Myndin fjallar um þýska bekkjarbræður sem eru sannfærðir af kennaranum sínum og skrúðugri ræðu hans sem einkenndist af miklum þjóðernisstefnu áróðri um það að berjast fyrir landið sitt og ganga í herinn. Þeir eru allir mjög spenntir útaf þessu en einhverju síðar verður þeim ekki sama hugar. Hlutirnir ganga ekki alveg eins og þeir vildu þó og er vera þeirra í hernum sem og á stríðs vellinum ekki eins og þeir hefðu búist við. Þeir sjá að ræða kennarans hafði einungis verið glysfyllt kjaftæði og þeir fóru að meta líf sitt sem og óvinsins.

Himmelstoss liðþjálfi og fyrrum póstmaður hittir þá í herþjálfun og er hann með alvarlegu móti. Hann vill að drengirnir gleymi öllu því þeir eiga að tileinka sér hermanna hlutverkið. Hermaður hefur bara einn tilgang; að fylgja skipunum. Þeir gætu dáið í bardaga og aldrei hitt vini sína né vandamenn aftur. Þeir gætu til dæmis misst limi eða orðið fyrir andlegum skaða og myndu þá aldrei geta orðið það sem þeir voru fyrir stríðið aftur né það sem þeim langar að vera seinna. Þeir eiga þess vegna ekki að hafa of miklar vonir og eiga bara að sætta sig við hvað mun verða um þá og alla í kringum þá. Þeim ber að fylgja skipunum og gera það sem þeim er sagt. Þeir eiga að vera ,,harðsoðnir” eins og Himmelstoss segir við þá, engum öðrum háðir og sjálfstæðir.

Leikari Hlutverk
Richard Alexander Westhus
Ben Alexander Franz Kemmerich
Lew Ayres Paul Bäumer
William Bakewell Albert Kropp
G. Pat Collins Lieutenant Bertinck
Owen Davis, Jr. Peter
Russell Gleason Müller
Harold Goodwin Detering
Scott Kolk Leer
Arnold Lucy Professor Kantorek
Beryl Mercer Mrs. Bäumer - Paul's Mother
Walter Rogers Behn
Slim Summerville Tjaden
Louis Wolheim Stanislaus Katczinsky
John Wray Himmelstoss

Myndinni var vel tekið og má nefna að árið 1990 var sú ákvörðun tekin að varðveita myndina hjá bandarísku landsbókasafni þar sem hún hafði menningarlegt sem og sögulegt gildi. Það var mat sumra að það ætti að talsetja verkið á öllum tungumálum og nota hana í forvarnarskyni þar til orðið „stríð“ myndi hverfa úr orðabókinni. Þess má geta að Adolf Hitler og Nasistaflokkurinn létu banna myndina í Þýskalandi á fjórða áratugnum þar til snemma á fimmta áratugnum. Þótt myndin mældi á móti stríði var myndin endurunnin árið 1939 þar sem henni fylgdu skilaboð sem mæltu á móti nasistum. Auk þess á tímum Kóreustríðsins var myndinni breytt á ákveðnum tímapunkti og var látin styðja og stuðla að stríðinu og að inngöngu í herinn. [heimild vantar]