Fara í innihald

Alkestis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dauði Alkestis eftir Angelika Kauffmann

Alkestis (Ἄλκηστις) var prinsessa í grískri goðafræði sem var þekkt fyrir ást sína á manni sínum, Admetosi. Hún var dóttir Pelíass konungs í Jolkos og annaðhvort Anaxibíu eða Fýlomökku. Skáldið Evripídes gerði sögu hennar vinsæla með leikriti sínu um hana.

Sagan segir að Pelías konungur hafi heitið Alkestis hverjum þeim manni sem fyrstum tækist að láta ljón og villisvín (eða björn) fyrir vagn. Admetosi tókst það með hjálp Apollons og kvæntist hann Alkestis. Eftir brúðkaupið gleymdi hann þó að færa Artemis fórn og kom því að rúmi sínu fullu af snákum. Enn kom Apollon honum til bjargar með því að fylla örlaganornirnar og fékk þær til að lofa að Admetosi að hann fengi að lifa ef einhver vildi deyja í hans stað. Enginn bauðst til þess, ekki einu sinni aldraðir foreldrar Admetosar, fyrr en Alkestis tók af skarið. Síðar bjargaði Herakles henni frá Hadesarheimum. Admetos og Alkestis áttu einn son, Evmelos, sem tók þátt í Trójustríðinu, og eina dóttur, Perímelu.

  Þessi fornfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.