Alexander Nevskíj
Útlit
Alexander Nevskíj (1220 – 1263) var rússnesk þjóðhetja og dýrlingur. Hann var stórfursti í Kænugarðsríki og svo stórfursti í Vladimír-borg um miðja 13. öld. Hann var annar sonur Yaroslavs Vsevolodich, stórfursta í Vladimír-borg.
Nevskíj
[breyta | breyta frumkóða]Alexander hefur verið kallaður „Nevskíj“ vegna þess að hann sigraði Svía í orrustunni við ána Nevu árið 1240 . Gælunafnið var fyrst skrásett í handriti frá 15. öld en þar er Alexander líka kallaður „Hugrakkur“ og telja fræðimenn að það geti lika þýtt að hann hafi verið skapmikill.
Andlát
[breyta | breyta frumkóða]Alexander Nevskíj lést þann 14. nóvember árið 1263. Hann var fyrst grafinní klaustri í Vladimir en árið 1724 voru leyfar hans færðar í Alexander Nevskíj klaustrið í Sankti Pétursborg.