Al anon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Al-anon samtökin eru alþjóðleg 12 spora samtök fyrir ættingja og vini alkóhólista og nátengd AA-samtökunum. Í samtökunum er félögum gefið tækifæri til að deila reynslu sinni sem og að hjálpa til með að styrkja og hjálpa öðrum meðlimum að reyna að leysa vandamál sín.

Hugmyndafræði[breyta | breyta frumkóða]

Al-Anon starfar eftir þeirri hugmynd að alkóhólismi sé fjölskyldusjúkdómur og að aðstandendur verði oft jafn veikir við það að lifa með alkahólistanum og þrói með sér það sem kallað er meðvirkni og þurfi því sjálfir á því að halda að byggja sig upp, rétt eins og alkahólistinn sjálfur, og það með því að losna við meðvirkni sína.

Aðferðafræði[breyta | breyta frumkóða]

Tilgangur Al-Anon er því að hjálpa fjölskyldum alkóhólista að byggja upp einstaklingana sem mynda fjölskylduna með reynslusporunum 12.

Á sama hátt og önnur 12 spora samtök, eins og AA-samtökin sem dæmi, eru Al-Anon ekki tengd neinum trúarhópum né trúarbrögðum, stjórnmálaskoðunum, félagasamtökum og/eða stofnunum. Jafnframt taka samtökin ekki þátt í deilum, þau styðja ekki né eru í andstöðu við nokkurn málsstað. Al-Anon byggja ekki á félagsgjöldum heldur eru þau fjárhagslega sjálfstæð og byggja á frjálsum samskotum á félagsfundum.

Samtökin eru grundvölluð af þremur stoðum líkt og AA samtökin. Þau eru reynslusporin, erfðavenjur og þjónustuhugtök. Í merki samtakanna eru þessar 3 stoðir, en þær merkja hvert horn.