Meðvirkni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Meðvirkni er samskiptamynstur, oftast milli tveggja einstaklinga, þar sem aðili, sá meðvirki, ýtir undir eða hjálpar öðrum einstaklingi, þeim veika, sem glímir við einhvers konar vanda, t.d. áfengis- og vímuefnavanda, spilafíkn, þunglyndi eða hvers kyns óábyrga hegðun. [1]

Meðvirka skortir marga sterka sjálfsmynd og leitast mjög eftir samþykki annarra og/eða byggja hegðun sína á viðbrögðum annarra. Í meðvirku sambandi fær sá meðvirki tilgang í ummönnun sinni gagnvart þeim sjúka og verður ómissandi í ummönnun sinni. Þannig snýst líf meðvirkra ekki um eigin þarfir heldur um þarfir þess sjúka. Á sama hátt er sá sjúki meðvirkur. Hegðun hans viðhelst vegna ummönnunar sem hann hlýtur af hendi hins meðvirka. Sambandið veitir þannig báðum aðilum það sem þá skortir; sá sjúki fær viðurkenningu á sér og sínum sjúkdómum. Ástandinu má líka við vegasalt þar sem ummönnun hins meðvirka er á öðrum arminum, sá sjúki situr á þvarásnum og þrýstingur frá fjölskyldu, vinum eða vinnufélögum þess sjúka um að breyta hegðun sinni er á hinum arminum. Sökum þessarar togstreitu litast sambönd meðvirka einstaklinga við annað fólk mjög af ástandinu sem er viðhaldið

[2]
  1. „Codependency: What Are The Signs & How To Overcome It“. PositivePsycholgyProgram.comdate=9 feb 2018. Sótt 31.mars 2018.
  2. Johnson, R. Skip (13. júlí 2014). „Codependency and Codependent Relationships“. BPDFamily.com. Sótt 1 apríl 2018.