Fara í innihald

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastián

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í San Sebastián er árleg kvikmyndahátíð haldin spænsku borginni San Sebastián í Baskalandi. Hátíðin, sem var stofnuð árið 1953, sýnir jafnan þverskurð af nýjum alþjóðlegum kvikmyndum, með sérstaka áherslu á fyrstu og aðrar myndir leikstjóra. Myndir í aðalkeppni keppa um Gullnu skelina.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Alþjóðlegar kvikmyndahátíðir“. Kvikmyndamiðstöð Íslands. Sótt 21. mars 2023.