Alþjóðakóði um björgunarbúnað
Alþjóðakóði um björgunarbúnað eða LSA-kóðinn (enska: Life-saving appliances) er alþjóðleg reglugerð um björgunarbúnað á sjó sem er hluti af Alþjóðasamningi um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS). Alþjóðakóðinn var tekinn upp í samninginn árið 1996 þegar ákveðið var að flytja stóran hluta af III. kafla hans í sérstaka reglugerð.[1]
Áður voru þessi ákvæði hluti af kafla III. Upphaflega var þeim breytt 1960 þegar reglur um öryggisbúnað farþegaskipa voru aðlagaðar að flutningaskipum. Smám saman fjölgaði reglunum. Árið 1983 voru þær orðnar 53 og fengu þá yfirskriftina „life-saving appliances“. Þá var fjallað um björgunarhringi, björgunarvesti og björgunarbáta; og ferla þegar skip er yfirgefið. Árið 1995 var bætt við kröfum um viðvörunarkerfi og kallkerfi.[1]
LSA-kóðinn skiptist í nokkra kafla. Hann fjallar um gerð björgunarhringja, björgunarvesta, björgunarbúninga, neyðarblys, björgunarbáta og lífbáta (þar á meðal um festingar, sleppibúnað, neyðarvistir og útbúnað um borð). Hann fjallar líka um léttbáta og sjósetningarbúnað fyrir þá.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „History of life-saving appliances requirements“. IMO.org. Sótt 30.10.2023.